Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Þrjár stórfelldar líkamsárásir í nótt

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Átta gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir annasama nótt. Tilkynnt var um tíu líkamsárásir, þar af eru þrjár taldar stórfelldar.

Tvær líkamsárásanna voru gerðar í miðbænum og sú þriðja í Grafarvogi. Af öðrum verkefnum lögregu má nefna að tveir voru teknir vegna gruns um þjófnað, annar þeirra var kærður fyrir brot á vopnalögum en hann var með hnúajárn á sér með hnífsblaði.

Þá voru fimm teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
 

rebekkali's picture
Rebekka Líf Ingadóttir
Fréttastofa RÚV