Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Íslenski Elvis heldur uppi stuðinu á Árbæjarsafni í dag

Íslenski Elvis heldur uppi stuðinu á Árbæjarsafni í dag

03.07.2022 - 14:31

Höfundar

Það er rokkað og rólað á Árbæjarsafni í dag þar sem gestir geta ferðast aftur til sjötta og sjöunda áratugarins.

Þegar fréttamaður mætti á svæðið til að kanna undirbúning fyrir daginn var Elvis Iceland að hita upp en hann mun halda uppi stuðinu í dag með því að syngja nokkur vel valin Presleylög. Dagskráin stendur yfir til klukkan fjögur og verður nóg um að vera.

Dansarar úr danshópnum Lindy Ravers taka sporið og eru gestir sérstakega hvattir til þess að klæða sig upp í stíl við þema dagsins. Félagar í Fornbílaklúbbi Íslands kíkja í heimsókn með dróssíurnar sínar og spjalla við gesti.

Mynd með færslu
 Mynd: Rebekka Líf Ingadóttir - RÚV
Íslenski Elvis og Helga Maureen Gylfadóttir.
Mynd með færslu
 Mynd: Rebekka Líf Ingadóttir - RÚV
Gestir dagsins hentu í myndir með sjálfum íslenska Elvis.

„Það verður líf og fjör og síðan erum við að sjálfsögu öll klædd hér alveg frá toppi til táar eins og í anda sjötta og sjöunda áratugarins,“ segir Helga Maureen Gylfadóttir deildarstjóri á Borgarsögusafni og skipuleggjandi dagsins.

„Ég vona að sem flestir mæti og láti rokk og ról líða um sínar æðar og hafi gaman.“

Hlusta má útvarpsfréttina í heild sinni hér að ofan.

Mynd með færslu
 Mynd: Rebekka Líf Ingadóttir - RÚV
Félagar í Fornbílaklúbbi Íslands kíkja í heimsókn.
Mynd með færslu
 Mynd: Rebekka Líf Ingadóttir - RÚV
Ef myndin er skoðuð vel má sjá glitta í tvo Elvis.