Þegar fréttamaður mætti á svæðið til að kanna undirbúning fyrir daginn var Elvis Iceland að hita upp en hann mun halda uppi stuðinu í dag með því að syngja nokkur vel valin Presleylög. Dagskráin stendur yfir til klukkan fjögur og verður nóg um að vera.
Dansarar úr danshópnum Lindy Ravers taka sporið og eru gestir sérstakega hvattir til þess að klæða sig upp í stíl við þema dagsins. Félagar í Fornbílaklúbbi Íslands kíkja í heimsókn með dróssíurnar sínar og spjalla við gesti.