Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ferðamenn festust í Markarfljóti

03.07.2022 - 09:12
Markarfljót.
 Mynd: RÚV
Tveir björgunarsveitarhópar voru kallaðir út í gærkvöldi um tíuleytið, eftir að bíll með hópi ferðamanna festist í Markarfljóti við Laufafell. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Hann segir útkallið hafa verið talið alvarlegt í fyrstu þar sem fólkið komst ekki í land og sat fast í bílnum. Það hafi þó komist út úr bílnum og á land af sjálfsdáðum áður en að björgunarsveitarfólk kom á vettvang.

Bíll ferðamannanna var dreginn úr ánni og fólkinu var komið til byggða á Suðurlandi, rétt eftir miðnætti. Ekki var talin þörf á sjúkraaðstoð og eftir því sem Davíð best veit var líðan fólksins góð miðað við aðstæður.
 

rebekkali's picture
Rebekka Líf Ingadóttir
Fréttastofa RÚV