Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Zelensky segir Rússa ástunda hryðjuverk

epa10046382 Ukrainian President Volodymyr Zelensky speaks during a joint press conference with Norwegian Prime Minister Jonas Gahr Store (not pictured) in Kyiv, Ukraine, 01 July 2022. Jonas Gahr Store arrived in Kyiv and met with President Zelensky and top Ukrainian officials in support of the country amid the Russian invasion.  EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir Rússa ástunda hryðjuverk en á þriðja tug allmennra borgara féll í loftskeytaárás á bæinn Serhiivka í Odesa-héraði snemma í gærmorgun.

Zelensky sagði í ávarpi sínu í kvöld að þrjár eldflaugar Rússa hefðu hæft venjulega níu hæða íbúðablokk. Þar segir forsetinn að hafi búið venjulegir úkraínskir borgarar sem alls ekki höfðu vopn eða önnur hergögn í fórum sínum.

Zelensky kvað augljóst að Rússar hefðu valið skotmarkið af kostgæfni, eldflaugum hefði ekki verið beint að byggingunni fyrir mistök.

Sergiy Bratchuk, aðstoðarhéraðsstjóri í Odesa sagði í samtali við úkraínska sjónvarpsstöð að flaugunum hefði verið skotið úr flugvél sem flaug inn yfir landið frá Svartahafi. 

Zelensky þakkaði Bandaríkjunum og Joe Biden forseta sérstaklaga fyrir þá ákvörðun að afhenda Úkraínumönnum eldflaugakerfi og skotfæri að verðmæti 820 milljóna bandaríkjadala.

Zelensky sagði loftvarnir Úkraínu styrkjast enn frekar vegna þess. Norðmenn tilkynntu í gær um milljarðs bandaríkjadala stuðning við Úkraínu sem ætlaður er til vopnakaupa og uppbyggingar.