Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Hótar vantrauststillögu verði ekki kosið fyrir veturinn

02.07.2022 - 12:36
epa09990779 Sofie Carsten Nielsen (C), the Social Liberal Party participate in a partyleader discussion in the Danish Parliament in Copenhagen, Denmark, 01 June 2022. Voters in Denmark has decided yes in a referendum on the EU-defense opt-out that will determine if the country joins the EU's Common Security and Defense Policy leaving behind 30 years of defense reservation, as a response to Russia's invasion of Ukraine on 24 February.  EPA-EFE/PHILIP DAVALI  DENMARK OUT
 Mynd: EPA
Leiðtogi danska stjórnmálaflokksins Radikale Venstre, Sofie Carsten Nielsen, hótar því að leggja fram vantrauststillögu á hendur Mette Frederiksen, forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar, verði ekki boðað til kosninga fyrir 4. október.

Þetta kom fram í viðtali DR, danska ríkisútvarpsins, við Nielsen í morgun. Þingið kemur saman eftir sumarfrí í byrjun október og eigi síðar en þá vill leiðtogi Radikale Venstre kosningar. 

Áður hafði flokkurinn hafnað því að kalla eftir rannsókn óháðra aðila á framgöngu ríkisstjórnarinnar í minkamálinu svokallaða þegar ákveðið var haustið 2020 að lóga skyldi öllum minkum í landinu eftir að kórónuveirusmit greindust á nokkrum búum. Þar með tryggði flokkurinn að ekki væri meirihluti fyrir slíkri rannsókn.