Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Yfirvofandi verkföll gætu raskað flugi í Evrópu í sumar

01.07.2022 - 02:59
epa08397420 EasyJet and Ryanair aircraft are parked at Luton Airport, in Britain, 02 May 2020.  Due to the coronavirus number UK daily flights has fallen and in some routes have been suspended. British Airways' parent company IAG announced it is set to cut up to 12,000 positions. EasyJet has laid off its 4,000 UK-based cabin crew for two months. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mikið hefur verið um tafir á alþjóðaflugvöllum undanfarið og þúsundir orðið strandaglópar vegna aflýstra flugferða. Starfsfólk fimm stórra flugfélaga í Evrópu hyggst leggja niður störf í sumar, ef því tekst ekki að semja við félögin um kjör sín.

Bandarísk flugfélög búa sig undir miklar annir í sumar og hefur flugfélagið Delta gripið til þess ráðs að bjóða farþegum að breyta flugbókunum án endurgjalds í takmarkaðan tíma.

Fimm flugfélög standa í kjaraviðræðum

Fjöldi flugfélaga hefur átt erfitt með að bregðast við hratt vaxandi álagi í ferðaþjónustu eftir heimsfaraldurinn. Í Evrópu flækir það stöðuna enn frekar að stéttarfélög starfsfólks flugfélaga stendur í erfiðum kjaraviðræðum og þúsundir starfsmanna hafa boðað verkföll.

Verkfall hjá SAS á miðnætti annað kvöld

Í samantekt sænska ríkisútvarpsins er greint frá því að flugmenn Skandinavíska flugfélagsins SAS hafi boðað verkfall á miðnætti annað kvöld ef ekki tekst að semja um kjör fyrir þann tíma. 

Starfsfólk Ryanair í verkfall um helgina

Töluverð röskun hefur orðið á starfsemi breska flugfélagsins Ryanair. Hluti starfsfólks þess í Belgíu, Frakklandi, Spáni og Ítalíu lagði niður störf 24. júní. Enn fleiri fara líklega í verkfall um helgina.

Níu daga verkfall hjá Easyjet

Um 450 starfsmenn Easyjet hafa jafnframt boðað verkfall í níu daga í júlí, sem raskar flugferðum til og frá Barcelona, Mallorca og Malaga á Spáni.

Starfsfólk British Airways samþykkir verkfallsboðun

Starfsmenn British Airways á Heathrow flugvelli í London samþykktu verkfallsboðun í gær eftir að fyrirtækið neitaði að afturkalla tíu prósenta launalækkun sem tók gildi í heimsfaraldrinum. Verkfall hefst í júlí og gæti, samkvæmt breska ríkisútvarpinu, varað fram í ágúst.

Samningaviðræður hjá Lufthansa

Stjórn þýska flugfélagsins Lufthansa hefur einnig staðið í kjaraviðræðum við starfsfólk sitt sem hyggst leggja niður störf fái það ekki í gegn launahækkun. Verkfall hefur þó ekki verið boðað formlega. Lufthansa hefur þegar aflýst yfir 3.100 flugferðum í sumar, meðal annars vegna skorts á starfsfólki.