Hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan átta í kvöld þegar flugmenn flutningavélar Air Atlanta tilkynntu um að eldur væri hugsanlega laus um borð í vélinni.
Vélin er væntanlega til Keflavíkur á næstu mínútum en ekki hafa fengist frekari upplýsingar um stöðu mála.
Uppfært klukkan 20:58
Vélin er lent á Keflavíkurflugvelli og við nánari skoðun kom í ljós að enginn eldur var um borð og engan sakaði. Vélin er af gerðinni Boeing 747.