Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Innikróuð í Lysytsjansk vegna linnulausra loftárása

30.06.2022 - 05:37
FILE - Search and rescue workers and local residents take a dead body from under the debris of a building after the Russian air raid in Lysychansk, Luhansk region, Ukraine, Thursday, June 16, 2022. (AP Photo/Efrem Lukatsky, File)
 Mynd: AP - RÚV
Enn er hart barist í austurhluta Úkraínu. Borgin Lysytsjansk virðist vera helsta skotmark rússneska hersins sem stendur.

Fimmtán þúsund manns í eldlínunni

Talið er að í Lysytsjansk hafi um fimmtán þúsund manns búið við linnulausar loftárásir undanfarna daga. Stjórnvöld í Úkraínu segjast leggja áherslu á að koma almennum borgurum brott frá borginni en það reynist erfitt vegna stöðugra átaka.

Serhíj Haídaí, héraðsstjóri í Luhansk, segir að Rússar séu í stöðugri sókn. „Það er aldrei hlé. Það er verið að sprengja allt í loft upp,“ sagði hann í viðtali við úkraínska fjölmiðla.

Í dag eru 127 dagar síðan Rússar réðust inn í nágrannaríki sitt í vestri. Friðarviðræður ríkjanna tveggja hafa lítinn árangur borið og sérfræðingar spá því að stríðið standi í langan tíma.

Police cars are seen amid debris at a police patrol department building that was heavily damaged after an airstrike by Russian forces in Lysychansk, Luhansk region, Ukraine, Friday, May 13, 2022. (AP Photo/Leo Correa)
Lögreglubílar undir hrundum húsveggjum eftir loftárás Rússa á borgina Lysitsjansk í Luhansk. Mynd: AP