Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

53 létust eftir ferð í brennheitum flutningabíl

epaselect epa10037770 Police and officials man a roadblock near a tractor trailor on the side of the road leading to the location where more at least 46 migrants were reportedly found dead along with at least 15 who were still alive, on a roadway near railroad tracks in San Antonio, Texas, USA, 28 June 2022.  EPA-EFE/ADAM DAVIS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fimmtíu og þrír laumufarþegar í tengivagni flutningabíls, sem fór fullur af fólki yfir landamæli Mexíkó til í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum, eru látnir. Á mánudag var greint frá því að 46 lík hefðu fundist í tengivagninum. Fólkið var talið vera ólöglegir innflytjendur. Sjö til viðbótar létust á sjúkrahúsi í Mexíkó.

Bílstjórinn þóttist vera ólöglegur innflytjandi

Fólkið virðist flest hafa látist vegna hita, súrefnisskorts og ofþornunar. Ekkert vatn fannst í tengivagninum. Miklir hitar hafa geisað í Texas síðustu daga. Þrír eru í haldi lögreglu, grunaðir um aðild að málinu. Einn þeirra er ökumaður bílsins, sem við yfirheyrslur þóttist vera einn innflytjendanna.

Fjörutíu karlar eru meðal hinna látnu og þrettán konur. Illa hefur gengið að bera kennsl á fólkið sem flest fór yfirlandamærin án persónuskilríkja. Talið er að tuttugu og sjö hafi verið frá Mexíkó, fjórtán frá Hondúras, sjö frá Gvatemala og tveir frá El Salvador.

Tvær milljónir manna stöðvaðar á landamærunum

Það sem af er ári hafa tæplega tvær milljónir manna verið stöðvaðar á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna, fleiri en allt árið í fyrra.

Harmleikurinn í San Antonio er orðinn að bitbeini í bandarískum stjórnmálum. Ríkisstjórinn, Repúblikaninn Greg Abbott sem vill herða innflytjendalöggjöfina, beindi spjótum sínum að Joe Biden forseta og sagði á Twitter að þetta væri á ábyrgð forsetans sem hefði neitað að framfylgja innflytjendalögum.