Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tvö slys við Glym í Hvalfirði

29.06.2022 - 17:02
Mynd með færslu
 Mynd: Friðrik Friðriksson - RÚV
Tilkynnt var um tvö slys við fossinn Glym í Hvalfirði í dag. Slysin urðu með stuttu millibili. Björgunarsveitin var kölluð út í bæði skipti.

Klukkan þrjú var barst björgunarsveitinni tilkynning um konu sem hafði hrasað og snúið sig á ökkla. Gat hún ekki komið sér af slysstað af sjálfdáðum og því var óskað var eftir aðkomu björgunarsveita við að bera hana niður að stað þar sem sexhjól gat flutt hana áfram að sjúkrabíl þar sem hægt var að veita henni aðhlynningu.

Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út til að flytja göngukonuna á spítala, en hún er talin vera ökklabrotin.

Stuttu síðar, á fimmta tímanum, barst önnur tilkynning um að göngumaður hafi dottið og runnið um tíu metra ofan í gil á svipuðum slóðum. Óttast var að maðurinn væri illa slasaður. Björgunarsveitin var skammt frá og sjúkrabíll var enn á bílastæði við fossinn.

Maðurinn komst af sjálfdáðum upp úr gilinu og hlaut meðal annars áverka á höfði. Hann var minna slasaður en talið var. Hann fór á eigin verum á slysadeild.

Fréttin hefur verið uppfærð.

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV