Ísland byrjaði betur í leiknum og Sveindís Jane Jónsdóttir komst í dauðafæri á 4. mínútu en Pólverjar björguðu á línu. Pólverjar voru hins vegar síst slakari í fyrri hálfleik og komust í hættulega stöðu á 19. mínútu Glódís Perla Viggósdóttir komst fyrir skot Weronika Zawisowska.
Sveindís Jane átti annað skot á mark Pólverja á 24. mínútu en það var varið. Á 27. mínútu áttu Pólverjar sendingu fyrir mark Íslands sem Sandra Sigurðardóttir, markvörður, átti erfitt með að koma höndum á en tókst þó að endingu.
Allt virtist stefna í að staðan yrði jöfn í hálfleik en í uppbótartíma endaði skyndisókn Póllands með því að Martyna Wiankowska gaf boltann á Ewa Pajor sem skorarði fram hjá Söndru í markinu sem hefði getað gert betur. Staðan er því 1-0 í hálfleik, Pólverjum í vil.