Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Dæmdur í lífstíðarfangelsi

29.06.2022 - 19:20
Special operations police secure an area during a police raid in the Molenbeek neighbourhood of Brussels, Belgium on Friday, March 18, 2016. Two French police officials have told The Associated Press that Salah Abdeslam, the main fugitive from Islamic
 Mynd: AP
Maraþonréttarhöldum yfir sakborningum í hryðjuverkaárásinni í París í nóvember 2015 lauk í kvöld.

Salah Abdeslam er talinn einn af höfuðpaurum. 130 manns létust í sjálfsmorðsárásum á Bataclan tónlistarhöllina, þjóðarleikvanginn Stade de France og á 6 bari og kaffihús í París í nóvember 2015. Réttarhöldin eru þau umfangsmestu í Frakklandi. Þau hófust fyrir 9 mánuðum og dómararnir fimm kváðu upp úrskurðinn á áttunda tímanum í kvöld. Aðeins fjórum sinnum áður hefur jafn þungur dómur verið kveðinn upp í Frakklandi frá 1994. Abdesalem þarf að sitja í fangelsi til æviloka og fær ekki tækifæri til þess að fá mál sitt tekið upp að nýju. Alls voru 20 ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkunum en 13 þeirra voru í réttarsalnum. Hinir 6 eru sagðir hafa fallið í átökum í Sýrlandi og í Írak.

Arnar Björnsson