Maraþonréttarhöldum yfir sakborningum í hryðjuverkaárásinni í París í nóvember 2015 lauk í kvöld.
Salah Abdeslam er talinn einn af höfuðpaurum. 130 manns létust í sjálfsmorðsárásum á Bataclan tónlistarhöllina, þjóðarleikvanginn Stade de France og á 6 bari og kaffihús í París í nóvember 2015. Réttarhöldin eru þau umfangsmestu í Frakklandi. Þau hófust fyrir 9 mánuðum og dómararnir fimm kváðu upp úrskurðinn á áttunda tímanum í kvöld. Aðeins fjórum sinnum áður hefur jafn þungur dómur verið kveðinn upp í Frakklandi frá 1994. Abdesalem þarf að sitja í fangelsi til æviloka og fær ekki tækifæri til þess að fá mál sitt tekið upp að nýju. Alls voru 20 ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkunum en 13 þeirra voru í réttarsalnum. Hinir 6 eru sagðir hafa fallið í átökum í Sýrlandi og í Írak.