Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Afhroð hjá Bretum á Wimbledon

epa10041583 Emma Raducanu of Britain reacts during the women's second round match against Caroline Garcia of France at the Wimbledon Championships in Wimbledon, Britain, 29 June 2022.  EPA-EFE/NEIL HALL   EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Afhroð hjá Bretum á Wimbledon

29.06.2022 - 20:51
Bretar bundur miklar vonir við ungstirnið Emma Raducanu og hinn þaulreynda Andy Murray í dag á Wimbledon mót. Bæði töpuðu hins vegar einvígjum sínum á hinum sögufræga Center court velli í annari umferð mótsins.

 

Það voru miklar væntingar gerðar til hinna 19 ára gömlu Emmu Raducanu fyrir annað Wimbledon mót hennar. Frakkinn Caroline Garcia gerði sér þó lítið fyrir og sló út vonarstjörnu Breta örugglega, 6-3 og 6-3.

Leikurinn var í annari umferð Wimbledon, en Raducanu skaust eftirminnilega upp á stjörnuhimininn í fyrra er hún komst alla leið í fjórðu umferð. Þá vann hún US Open í fyrra, en undirbúningur hennar fyrir Wimbledon í ár var ekki með besta móti þar sem meiðsli spiluðu inn í.

"Caroline er frábær spilari. Ég átti erfitt með að finna leiðir fram hjá henni. En þetta er allt í lagi þar sem ég kom ekki inn í mótið með háar væntingar," sagði Emma.

Hin 28 ára gamla Garcia er hins vegar ekkert lamb að leika sér við, en hún vann nýverið mótið í Bad Homburg í Þýskalandi. "Ég undirbjó mig vel fyrir leikinn. Emma er frábær leikmaður og á heimavelli. Ég vann titilinn í Þýskalandi en maður verður að núllstilla sig algjörlega. Það er það góða við tennis. Við byrjum öll á núlli og verðum að gefa allt í þetta," sagði Caroline eftir leikinn. Garcia var í 55. sæti á heimslistanum fyrir leikinn en Raducanu í 11. sæti.

Murray úr leik

Skotinn Andy Murray laut í lægri hlut fyrir Bandaríkjamanninum John Isner, 4-6, 6-7, 7-6, 4-6. Murray gaf allt í endurkomu en Isner hélt út. Isner er í 24. sæti heimslistans í tennis en Andy Murray í 52. sæti. 

Sýndi hann Murray mikla virðingu í viðtali eftir sigurinn.

 

Djokovic léttur - Norrie Bretlands eina von

Bretar setja nú allar sínar vonir á Cameron Norrie sem er í 12. sæti heimslistans og er kominn áfram í þriðju umferð eftir sigur gegn Jaume Munar. Þá er stórstjarnan Novak Djokovic komin áfram í þriðju umferð eftir öruggan sigur gegn ástralanum Thanasi Kokkinakis.