Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Trump veittist að bílstjóra og greip um stýrið

President Donald Trump gestures as he leaves the White House in Washington, Thursday, Oct. 18, 2018.  Trump is traveling to rally in Montana, Arizona and Nevada.  (AP Photo/Manuel Balce Ceneta)
 Mynd: AP
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, greip í stýrið á forsetabifreið sem hann var í og veittist að bílstjóranum þegar hann neitaði að aka að þinghúsinu í Washington þegar æstur múgur reyndi að koma í veg fyrir að þingið staðfesti kjör Joe Bidens. 

Þetta kom fram máli Cassidy Hutchinson í vitnaleiðslum þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hutchinson var starfsmaður í Hvíta húsinu. Samkvæmt frásögn hennar fór Trump inn í forsetabíl þegar árásin á þinghúsið stóð yfir, en lífverðir forsetans hafi neitað að aka að þinghúsinu, þar væri vopnað fólk.

„Þegar þeir neituðu að fara að húsinu sagði forsetinn eitthvað í þá veru að hann væri fokking forsetinn og það ætti að fara með hann til Þinghússins strax,“ sagði Hutchinson í dag. Annar lífvarða forsetans hafi þá sagt við hann að það væri ekki hægt heldur yrðu þeir að fara til Vesturálmunnar.  „Forsetinn teygði sig þá fram í bílinn til að grípa um stýrið.“

Hutchinson hefur sagt frá ýmsu um árásina á þinghúsið í fyrra, aðdraganda hennar og eftirmála við vitnaleiðslurnar og hvað gekk á í Hvíta húsinu á starfstíð hennar.