Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Lögreglan vissi af byssumanninum

25.06.2022 - 20:04
Erlent · Noregur · Osló · Skotárásir · Evrópa
Mynd: NRK / RÚV
Norska öryggislögreglan vissi af byssumanninum sem myrti tvo og særði yfir tuttugu manns nálægt skemmtistað í miðborg Ósló í nótt, og hafði haft á honum gætur.

Þessi mannskæða árás var gerð um klukkan eitt í nótt að staðartíma í Osló. Allt bendir til þess að árásarmaðurinn, fjörtíu og tveggja ára gamall Norðmaður af írönskum uppruna, hafi vísvitandi ráðist að hinsegin fólki sem var að skemmta sér í aðdraganda gleðigöngunnar, Oslo Pride, sem átti að fara fram í dag. 

Tveir karlmenn á fimmtugs og sextugsaldri eru látnir og tuttugu og einn eru særðir, þar af um helmingurinn alvarlega. 

Þjóðaröryggisráð Noregs kom saman í morgun og öryggisviðbúnaður var færður á hæsta stig. Litið er á árásina sem hryðjuverk, runnið undan rifjum íslamsks öfgamanns. 

Öryggislögreglan hefur vitað af honum síðan 2015 og hafði þá áhyggjur af því að hann myndi tengjast öfgasamtökum.

Í spilaranum hér að ofan er að horfa á umfjöllun um málið í kvöldfréttum.