Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Vefir opinberra stofnanna liggja niðri vegna bilunar

24.06.2022 - 13:47
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Umfangsmikil bilun varð í netþjónustu í hýsingarumhverfi Advania í morgun sem olli truflunum á neti viðskiptavina fyrirtækisins. Þjónustur og kerfi hluta viðskiptavina Advania eru óaðgengileg á meðan verið er að vinna að úrlausn vandans.

Meðal þeirra sem urðu fyrir áhrifum af bilununum voru opinberar stofnanir. Til að mynda lágu vefsíður Skattsins og Stjórnarráðsins niðri skömmu eftir hádegi í dag. 

Bilunin uppgötvaðist í morgun en samkvæmt upplýsingum frá Advania er búið að greina vandann. Ekki er ljóst hversu margir urðu fyrir áhrifum vegna bilunarinnar.

Þóra Tómasdóttir, fjölmiðlafulltrúi Advania segir að aðgerðum miði í rétta átt. Hægt er að fylgjast með framgangi mála á upplýsingasíðu Advania

peturm's picture
Pétur Magnússon
Fréttastofa RÚV