Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Lula heldur öruggu forskoti á Bolsonaro

Brazil's former president who is running for reelection, Luiz Inacio Lula da Silva, looks on during the launch of his plan for the federal government, in Sao Paulo, Brazil, Tuesday, June 21, 2022. Brazil goes to the polls to elect a new president in October. (AP Photo/Andre Penner)
 Mynd: AP
Sósíalistinn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi Brasilíuforseti, heldur afgerandi forskoti á núverandi forseta, frjálshyggjumanninn Jair Bolsonaro, í nýjustu skoðanakönnun fyrirtækisins Datafolha í aðdraganda forsetakosninganna í haust. Samkvæmt þeim ætla 47 prósent þeirra sem afstöðu tóku að kjósa Lula, en 28 prósent ætla að merkja við Bolsonaro. Aðrir frambjóðendur njóta mun minna fylgis.

Forskot Lula hefur þó minnkað um tvö prósentustig frá síðustu könnun Datafolha, sem gerð var fyrir mánuði síðan. Þá sögðust 48 prósent aðspurðra styðja Lula en 27 prósent Bolsonaro.

Fyrri umferð forsetakosninganna í Brasilíu fer fram 2. október. Ef enginn frambjóðandi fær helming atkvæða eða þaðan af fleiri í henni verður kosið á milli tveggja efstu manna í seinni umferðinni, sem haldin verður 30. október ef af verður. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV