Suu Kyi færð úr stofufangelsi og í einangrun

23.06.2022 - 08:33
epa09269322 (FILE) - Myanmar's State Counsellor Aung San Suu Kyi delivers her keynote speech at the ASEAN Business and Investment Summit on the sidelines of the 33rd Association of Southeast Asian Nations (ASEAN) Summit and Related meetings at  in Singapore, 12 November 2018 (reissued 14 June 2021). The trial of deposed leader Aung San Suu Kyi will hear its first testimony in court on 14 June 2021. Aung San Suu Kyi was detained in February 2021 after her government was overthrown by the military in a coup.  EPA-EFE/HOW HWEE YOUNG
 Mynd: EPA-EFE
Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, var færð úr stofufangelsi og í einangrun í fangelsi í höfuðborg landsins. Þetta sagði talsmaður herforingjastjórnarinnar sem gerði valdarán í upphafi síðasta árs.

Suu Kyi hafði verið í stofufangelsi frá valdaráninu og var einungis heimilt að yfirgefa heimili sitt til þess að mæta fyrir dóms í þeim málum sem stjórnvöld hafa höfðað gegn henni. 

Herforingjastjórnin segir að meðferð málanna verði áfram haldið í nýjum dómsal innan fangelsisins. Suu Kyi fékk meðal annars 5 ára fangelsisdóm dóm í apríl í fyrra fyrir kosningasvindl en hún segir ásakanirnar pólitísks eðlis.

Frá því herforingjastjórnin tók völdin í landinu hafa þúsundir lýðræðissinna verið handteknar fyrir mótmæli. Fjöldi hefur verið dreginn fyrir dóm í réttarhöldum sem mannréttindasamtök segja pólitísk.

AFP hefur eftir Phil Robertson, aðstoðarframkvæmdastjóra Human Rights Watch í Asíu, að herforingjastjórnin sé nú að reyna að refsa Suu Kyi og vekja ugg hjá stuðningsfólki hennar.