
Suu Kyi færð úr stofufangelsi og í einangrun
Suu Kyi hafði verið í stofufangelsi frá valdaráninu og var einungis heimilt að yfirgefa heimili sitt til þess að mæta fyrir dóms í þeim málum sem stjórnvöld hafa höfðað gegn henni.
Herforingjastjórnin segir að meðferð málanna verði áfram haldið í nýjum dómsal innan fangelsisins. Suu Kyi fékk meðal annars 5 ára fangelsisdóm dóm í apríl í fyrra fyrir kosningasvindl en hún segir ásakanirnar pólitísks eðlis.
Frá því herforingjastjórnin tók völdin í landinu hafa þúsundir lýðræðissinna verið handteknar fyrir mótmæli. Fjöldi hefur verið dreginn fyrir dóm í réttarhöldum sem mannréttindasamtök segja pólitísk.
AFP hefur eftir Phil Robertson, aðstoðarframkvæmdastjóra Human Rights Watch í Asíu, að herforingjastjórnin sé nú að reyna að refsa Suu Kyi og vekja ugg hjá stuðningsfólki hennar.