Í dag verður norðlæg átt ríkjandi á landinu í dag, yfirleitt á bilinu 5 til 10 metrar á sekúndu víða.
10 til 15 metrar vestanlands, einkum í vindstrengjum á Snæfellsnesi og Barðaströnd. Lítils háttar skúrir eða rigning með köflum norðan til en meiri skúrir syðst. Bjart með köflum austan- og vestanlands. Það bætir í úrkomu um norðanvert landið þegar líður á daginn.
Norðanáttin dregur með sér kalt loft og verður hiti á Norðurlandi 3 til 6 stig en allt að 12 stig sunnan- og austan til.
Norðanáttin sýnir ekki á sér neitt fararsnið og verður áfram fram yfir helgi.