Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson

Það snjóaði á fjöll á norðurhluta landsins í nótt. Það er kalt á Norðurlandi og það verður áfram kalt á næstu dögum. Það verður sérstaklega kalt á nóttunni, kannski bara 3 til 5 stiga hiti.
Sérstaklega kalt á nóttunni
Óli Þór Árnason er veður-fræðingur á Veðurstofunni. Hann segir að það verði áfram kalt á næstu dögum. Það verður sérstaklega kalt á nóttunni. En það verður samt ekki hlýtt á daginn. Óli Þór segir að það verði ekki mikið hlýrra en 10 gráður á daginn.
Gott að hafa hlý föt með í ferðalög
Núna er margt fólk á ferðalagi. Óli Þór segir að fólk sem ætlar að ferðast á Norðurland á næstu dögum þurfi að hafa með sér hlý föt. Um helgina verða fótboltamót fyrir krakka á Norðurlandi. Margt fólk fer þangað. Það þarf að hafa hlý föt með.
Hlýnar dálítið eftir helgi
Óli Þór segir að líklega komi aðeins hlýrri vindur til Íslands á sunnudaginn. Þess vegna gæti farið að hlýna eftir helgi. En Óli Þór segir að það verði ekki endilega mikið hlýrra.