„Þetta er í grunninn íþróttamót með keppnisgreinum, bæði hefðbundnum og óhefðbundnum keppnisgreinum. Og að sjálfsögðu blandast við þetta alls konar skemmtun og afþreying“, sagði Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri Landsmótsins í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
Stæðstu greinar mótsins eru bocciakeppnin og púttið að sögn Ómars. Stígvélakastið er mjög vinsæl grein og mótinu er slitið í kjölfarið á því.
Pönnukökubakstur verður ekki á keppnisskránni í ár en það eru alltaf breytingar á milli móta að sögn Ómars.
Heyra má viðtalið við Ómar í heild sinni í spilaranum hér að ofan.