Mynd: Simone Castrovillari - Simone Castrovillari/SSÍ

Anton Sveinn McKee er íslenskur sundmaður. Í dag keppir hann í úrslitum á heimsmeistara-mótinu í sundi í 50 metra langri sundlaug. Heimsmeistara-mótið er haldið í borginni Búdapest í Ungverjalandi.
Anton Sveinn keppir í úrslitum í 200 metra bringusundi. Bringusund er ein grein af sundi. Anton Sveinn er bara þriðji íslenski karlinn sem kemst í úrslit á heimsmeistara-móti í sundi.
Anton Sveinn keppti í undan-rásum á heimsmeistara-mótinu í gær. Til að komast í úrslit þarf maður að synda hratt í undan-rásum. Þá kemst maður áfram. Það tókst Antoni Sveini í gær.
Það var Zac Stubblety-Cook frá Ástralíu sem synti hraðast í gær. Zac á heimsmetið í 200 metra bringusundi. Enginn hefur synt hraðar en Zac í 200 metra bringusundi. Anton Sveinn synti næst-hraðast af öllum. Hann setti tvö Íslandsmet í gær. Þess vegna er líklegt að Antoni Sveini gangi vel í dag.