Mynd: Ragnar Visage - RÚV

Umsátrið í Hafnarfirði
22.06.2022 - 15:23
Umsátursástand ríkti í norðurbænum í Hafnarfirði í allan morgun og fram yfir hádegi þegar maður á sjötugsaldri, vopnaður byssu, hóf skothríð af svölum íbúðar sinnar á kyrrstæða bíla. Leikskóla var lokað af ótta við árásarmanninn og fjölmennt lið lögreglu, sérsveitar og sjúkraliðs kallað á staðinn. Maðurinn kom út úr íbúð sinni skömmu eftir hádegi, eftir að hafa rætt við lögreglu í síma í marga klukkutíma. Við fórum yfir atburði morgunsins í Þetta helst.
Skotárásin verður rannsökuð sem tilraun til manndráps. Þetta staðfesti Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu eftir hádegi.