Tvö hvalveiðiskip lögð af stað til veiða

22.06.2022 - 22:14
Mynd með færslu
 Mynd: Hard To Port
Hvalveiðivertíðin hófst í dag þegar tvö skip Hvals hf. héldu til veiða. Heimilt er að veiða 161 langreyði og 217 hrefnur samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

 

Síðustu þrjú ár hafa engin stórhveli verið veidd hér við land en ein hrefna var veidd árið 2021. Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. segir að kvótinn í ár sé svipaður og 2018 en þá veiddust rúmlega 150 hvalir. Samkvæmt reglugerð frá því í júlí 2019 hefur Hvalur hf. leyfi til að veiða langreyðar til ársins 2023.  

Skipstjórum ber að halda dagbók og nýtast upplýsingarnar sem þar koma fram í vísindalegum tilgangi fyrir Hafrannsóknastofnun.  Síðustu 3 ár hafa engin stórhveli verið veidd hér við land en ein hrefna var veidd árið 2021. Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. segir að kvótinn í ár sé svipaður og 2018 en þá veiddust rúmlega 150 hvalir. Langreyði hefur fjölgað jafnt og þétt við Ísland frá upphafi hvalatalninga 1987.

Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að talning hvala sé stórt verkefni en hún fer fram á fimm ára fresti, næst eftir 2 ár. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er byggð á úttektum vísindanefnda Norður Atlantshafs-spendýraráðsins og Alþjóðahvalveiðiráðsins.

 

Arnar Björnsson