Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Jarðskjálfti í Afganistan

22.06.2022 - 12:14
In this photo released by a state-run news agency Bakhtar, Afghans look at destruction caused by an earthquake in the province of Paktika, eastern Afghanistan, Wednesday, June 22, 2022. (Bakhtar News Agency via AP)
 Mynd: AP
Stór jarðskjálfti varð í Afganistan í nótt. Afganistan er land í Asíu. Það dó margt fólk í jarðskjálfanum. Mjög mikið skemmdist.

Margir eru slasaðir

Næstum þúsund manns dóu í jarðskjálftanum í morgun. Fleiri en 600 manns slösuðust. Mörg hús eyði-lögðust. Þau hrundu í jarðskjálftanum. Það er erfitt fyrir björgunar-sveitir að leita að fólki í rústum húsanna.

Erfitt að bjarga fólki

Flest fólk var sofandi þegar jarðskjálftinn kom. Margt fólk er enn þá fast í rústum húsanna. Það er líklega fleira dáið fólk í rústum húsanna. Það þurfti að flytja björgunar-sveitir með þyrlum á svæðið þar sem jarðskjálftinn kom. Svæðið er af-skekkt. Það þýðir að þetta svæði er langt frá svæðum þar sem flest fólk býr og þar sem björgunar-sveitir eru.

Jarðskjálftar valda oft miklu tjóni

Það koma oft jarðskjálftar í Afganistan. Þeir valda oft miklu tjóni. Það þýðir að mörg hús eyði-leggjast og margt fólk deyr eða slasast. Mörg hús í Afganistan þola ekki jarðskjálfta. Þess vegna eyði-leggjast þau.

 

Atli Sigþórsson
málfarsráðunautur