Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Tvær konur dæmdar fyrir kókaínsmygl

Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Tvær konur voru í gær dæmdar í fimmtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir kókaínsmygl. Báðar voru þær handteknar í apríl. Önnur kom frá París, höfuðborg Frakklands, með rúmlega eitt kíló af kókaíni í fórum sínum. Hin kom frá Alicante á Spáni með eitt kíló kókaíns falið í ferðatösku.

Sýnt þótti að hvorug konan ætti efnin eða hefði skipulagt smyglið heldur hefðu þær tekið að sér að flytja þau til landsins gegn greiðslu. Þær játuðu báðar sök. Tekið var tillit til þess við ákvörðun refsingar að konurnar ættu takmarkaðan þátt í smyglinu og hefðu játað sök afdráttarlaust. Á móti var einnig miðað við að þær hefðu reynt að smygla hingað talsverðu magni af sterku kókaíni sem hefði átt að selja hérlendis.

Konurnar hafa báðar sætt gæsluvarðhaldi frá því í apríl og dregst það frá dæmdri fimmtán mánaða refsingu þeirra.
 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV