Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Talíbanar í ferðabann fyrir skerðingu á kvenréttindum

21.06.2022 - 04:39
epa10017171 A banner featuring messages in favor of women veil by the department of Propagation of Virtue and Prevention of Vice is installed in Kandahar, Afghanistan, 16 June 2022. As per a decree issued by the Taliban's Supreme Commander Haibatullah Akhunzada on 07 May, Afghan women must wear an all-covering burqa while in public, warning the male guardians of the women that they will be held accountable by law if women do not follow the new restrictions.  EPA-EFE/STR
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Sameinuðu þjóðirnar hafa sett tvo háttsetta embættismenn Talíbanastjórnarinnar í Afganistan í ferðabann, vegna þeirra hamla sem settar hafa verið á konur í landinu.

Mennirnir tveir eru, samkvæmt fréttaveitu AFP, Said Ahmad Shaidkel, starfandi menntamálaráðherra í Afganistan, og Abdul Baqi Haqqani, starfandi háskólaráðherra.

Deilt um hvort ætti að setja ferðabann á fleiri

Alls voru fimmtán embættismenn Talíbana með leyfi frá stofnuninni til þess að fara utan til viðræðna, en þau leyfi voru aðeins tímabundin og renna út í dag, mánudag. Þessi heimild verður framlengd fyrir 13 embættismenn, en ekki ráðherrana tvo sem koma að menntamálum. Ekki var einhugur í málinu, innan nefndar Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um refsiaðgerðir gegn Talíbönum, en margir voru á því að öllum ferðabannið ætti að gilda um alla embættismennina.

Síðan Talíbanar tóku völdin í landinu í ágúst hefur staða kvenréttinda í Afganistan farið hríðversnandi. Svo fáein dæmi séu nefnd þá mega þær ekki ganga í skóla eftir sjötta bekk, verða að klæðast búrku og mega ekki ferðast án karlkyns fylgdarmanns.