Bananslys varð á Djúpavogi í hádeginu í dag þegar erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lenti í veg fyrir lyftara. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi að tilkynning um alvarlegt slys á hafnarsvæði við Gleðivík hefði borist korter fyrir eitt. Sjúkralið hafi farið strax á vettvang og var maðurinn úrskurðaður látinn á staðnum. Slysið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Austurlandi.