Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Gustavo Petro næsti forseti Kólumbíu

epa10022880 Colombian presidential candidate Gustavo Petro waves at a polling station in Bogota, Colombia, 19 June 2022. Rodolfo Hernandez and leftist candidate Gustavo Petro are competing in the country's second round of the presidential elections for the 2022-2026 term.  EPA-EFE/Mauricio Dueñas Castañeda
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Þingmaðurinn og fyrrverandi uppreisnarmaðurinn, Gustavo Petro var í dag kosinn forseti Kólumbíu. Sigurinn markar tímamót í stjórnmálum landsins því að aldrei áður hefur verið vinstrisinnaður forseti við völd í Kólumbíu.

Sigraði með 700 þúsund atkvæðum

Petro hlaut ríflega 700 þúsund fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hans, milljarðamæringurinn Rodolfo Hernandez, eftir mjög jafna og spennandi kosningabaráttu. Hlutfallslega munaði litlu á fylgi frambjóðendanna. Petro sigraði með 50,4% atkvæða en Hernadez hlaut 47,3% atkvæða. 

Petro tekur við embættinu af hinum umdeilda sitjandi forseta Kólumbíu, Ivan Duque. Duque óskaði verðandi forseta til hamingju á Twitter í dag og sagði þeir myndu ræða valdaskiptin á fundi í vikunni.

.

epa10015215 The candidate to the vice presidency of Colombia Francia Marquez speaks after signing an agreement of inclusion with representatives of different religious communities, in Bogota, Colombia, 15 June 2022.  EPA-EFE/Carlos Ortega
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Svört kona varaforseti í Kólumbíu í fyrsta sinn

Niðurstaða kosninganna er einnig söguleg þar sem umhverfisverndarsinninn og femínistinn Francia Marquez verður varaforseti Petros, og verður með því fyrsta svarta konan til þess að gegna embættinu í Kólumbíu.