Úkraínumenn ósáttir - vilja enn halda Eurovision

epa09941280 Ukraine's Kalush Orchestra at the Eurovillage in the Parco del Valentino during activities of the Eurovision Song Contest 2022 in Turin, Italy, 11 May 2022. The international song contest has two semi-finals, held at the PalaOlimpico indoor stadium on 10 and 12 May, and a grand final on 14 May 2022.  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO
 Mynd: EPA

Úkraínumenn ósáttir - vilja enn halda Eurovision

17.06.2022 - 21:36

Höfundar

Úkraínsk yfirvöld fordæma ákvörðun Sambands Evrópskra sjónvarpsstöðva að leyfa Úkraínumönnum ekki að halda Eurovision-söngvakeppnina á næsta ári.

Fyrr í dag var greint frá því að skipuleggjendur söngvakeppninnar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að tryggja öryggi keppninnar í Úkraínu, auk þess að landið uppfyllti ekki ströng skilyrði sambandsins til að halda keppnina. 

Í staðin hafa skipuleggjendur beðið Breta um að halda keppnina í samstarfi við Úkraínumenn. Bretar fögnuðu öðru sæti í keppninni í ár eftir mikla eyðimerkurgöngu síðustu ár.

Keppnin var síðast haldin í Bretlandi árið 1998 eftir að hafa sigrað árið áður. Þó hafa bretar fjórum sinnum haldið keppnina fyrir hönd annara ríkja; árið 1960 fyrir Holland, 1963 fyrir Frakkland, 1972 fyrir Mónakó, og 1974 fyrir hönd Lúxemborgar. 

Telja sig geta haldið örugga keppni

„Við krefjumst þess að þessi ákvörðun verði dregin til baka, því við teljum að við munum geta staðið við allar okkar skuldbindingar,“ sagði Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu. Hann krefst þess einnig að skipuleggjendur setjist við samningaborðið og ræði möguleikann á að halda keppnina í Úkraínu árið 2023.

Tkachenko segist hjartanlega ósammála ákvörðun Sambands Evrópskra sjónvarpsstöðva. Hann telur að Úkraína geti uppfyllt kröfur þeirra og gætt þess að keppnin verði örugg.

 

Tengdar fréttir

Erlent

Eurovision-söngvakeppnin ekki haldin í Úkraínu

Stjórnmál

Kalush seldi verðlaunagripinn til styrktar landvörnum

Tónlist

„Búnar að prófa á tónleikum og fólk er að missa sig“

Menningarefni

Systkinin hrærð vegna fjölda skilaboða frá Úkraínu