Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.
Hann segir bareflum hafa verið beitt en að aðrir byggingarverkamenn sem einnig voru við vinnu hafi náð að yfirbuga árásarmanninn.
Mikill viðbúnaður var á Seltjarnarnesi í morgun á ellefta tímanum í morgun og voru tveir sjúkrabílar og þrír lögreglubílar sendir á vettvang árásarinnar. Jóhann segist ekki vita um líðan mannanna tveggja, sem fluttir voru með sjúkrabíl á bráðadeild, að svo stöddu.