Í Höfn hefur verið opnuð fjöldahjálparstöð og Slysavarnardeildin Framtíðin bíður göngufólksins með kjötsúpu og smurt brauð.
Tólf ferðamenn frá Póllandi, ásamt tveimur íslenskum leiðsögumönnum, kölluðu eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan fjögur síðdegis í gær eftir að það hafði villst af leið vegna bilunar á fjarskiptabúnaði.
- Sjá einnig: Útkall við Hvannadalshnjúk
Björgunarsveitir af Suður- og Austurlandi unnu hörðum höndum að því að koma fólkinu heilu og höldnu til byggða, en ekkert þerira er slasað.
Eftir langan akstur niður af jöklinum í hvassviðri og slæmu skyggni eru ferðamennirnir rétt ókomnir til byggða að sögn Ingólfs Guðna Einarssonar, björgunarsveitarmanns hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar. Hann segir aðstæður á jöklinum hafa verið mjög krefjandi.