Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Ástralía herðir sig í baráttu við loftslagsbreytingar

16.06.2022 - 04:28
epa05646586 Tropical fish swim along the edges of a coral reef off Great Keppel Island, Queensland, Australia, 25 November 2016. One Nation (ONP) senators Pauline Hanson, Malcolm Roberts and Brian Burston have visited the Great Barrier Reef on 25 November to highlight 'untruths' regarding the health of the reef.  EPA/DAN PELED AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA - RÚV
Ástralía hefur ákveðið að spíta í lófana í baráttunni við loftslagsbreytingar. Athony Albanese forsætisráðherra hefur tilkynnt Sameinuðu þjóðunum það að landið ætli sér nú að minnka útblástur um fjörutíu og þrjú prósent fyrir tvö þúsund og þrjátíu. Þetta er stökk frá fyrri markmiðum þar sem aðeins var stefnt að tuttugu og sex til átta prósenta minnkun.

Það hefur reynt pólitískt þungt í vöfum að ná fram aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum í Ástralíu þar sem efnahagur og orkumarkaðurinn reiða sig enn að miklu leyti á jarðefnaeldsneyti. Raunar hefur loftslagsumræða síðustu tíu ára í Ástralíu verið uppnefnd loftslagsstríðið af heimamönnum. Landið hefur þótt sýna metnaðarleysi, til dæmis þar sem ekki sé stefnt að því að taka kolabrennslu úr umferð á þessum áratug. Eitt af stóru kosningamálum Albanese, sem varð forsætisráðherra í síðasta mánuði, var einmitt að greiða úr loftslagsmálunum og sjá til þess að landið tæki meiri þátt í alþjóðlegum aðgerðum til að sporna gegn loftslagsbreytingum.