Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Leggja fram tillögu um vantraust á Búlgaríustjórn

15.06.2022 - 10:39
epa02743159 Bulgarian Prime Minister Boyko Borissov speaks during a media conference in Sopot, Poland, on 20 May 2011. Borissov is on a visit to Poland to meet Polish Prime Minister Donald Tusk (not pictured).  EPA/ADAM WARZAWA **POLAND OUT**
Boyko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu. Mynd: EPA - PAP
Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Búlgaríu lagði fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina í morgun. GERB-flokkur Boykos Borisov, fyrrverandi forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina hafa brugðist í efnahagsmálum.

Ríkisstjórn Kirils Petkov forsætisráðherra er í minnihluta og nýtur stuðnings 114 þingmanna af alls 240.

Ef GERB-flokkurinn fær stjórnarandstöðuna með sér í lið gæti þetta orðið fyrsta vantrauststillagan sem samþykkt er í sögu búlgarsks lýðræðis.

Ef svo fer er útlit fyrir fjórðu þingkosningarnar frá upphafi síðasta árs. Þrisvar gengu landsmenn að kjörborðinu í fyrra. Petkov sagði að fjórðu kosningarnar á svo skömmum tíma yrðu mikil tímasóun,