Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Heidrunna - Melodramatic

Mynd með færslu
 Mynd: Heidrunna

Heidrunna - Melodramatic

13.06.2022 - 16:40

Höfundar

Melodramatic er fyrsta breiðskífa tónlistarkonunnar Heiðrúnar Önnu eða Heidrunna.

Frumraun Heidrunna er platan Melodramatic, tíu laga skífa sem einkennist kannski helst af vísunum í popptónlist níunda áratugarins. Upptökustjórn annaðist  Liam nokkur Howe, en hann hefur unnið með ekki ómerkara tónlistarfólki en Lönu Del Rey, Marinu, FKA Twigs og Ellie Goulding.

Í fréttatilkynningu segir Heiðrún tónlist plötunnar innblásna af sígildu poppi, en ekki síður efni yngra listafólks á borð við Beach House, Lykke Li og The Weeknd. 

Melodramatic eftir Heidrunna er plata vikunnar á Rás 2 þessa vikuna og verður leikin í heild sinni ásamt kynningum frá Heiðrúnu sjálfri að loknum tíufréttum í kvöld.