Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Fundu persónulega muni horfinna tvímenninga í Brasilíu

epa10009637 Relatives and close friends of Dom Philips and Bruno Araújo participate in a protest against  their disappearances, in Rio de Janeiro, Brazil, 12 June 2022. Dozens of people, including family, friends and supporters of the situation, gathered at the iconic Copacabana beach in Rio de Janeiro to ask the authorities to intensify the searches for British journalist Dom Phillips, a contributor to The Guardian newspaper, and the Brazilian indigenist Bruno Araujo Pereira, who have been missing since 05 June in the Valle do Javari, a remote and jungle region in the Brazilian Amazon near the borders with Peru and Colombia, where they were conducting an investigation into threats against natives.  EPA-EFE/AANTONIO LACERDA
Ástvinir Phillips og Pereira komu saman á bænastund í Ríó de Janeiró á sunnudag. Mynd: EPA-EFE - EFE
Persónulegir munir úr fórum bresks blaðamanns og brasilísks sérfræðings sem saknað er í Brasilíu fundust á sömu slóðum og þeir voru á þegar síðast sást til þeirra fyrir þremur vikum. Brasilíska alríkislögreglan greindi frá þessu í gær, skömmu eftir að ættingjar og vinir tvímenninganna, breska blaðamannsins Dom Phillips og brasilíska sérfræðingsins Bruno Pereira, komu saman á bænastund í Ríó.

„Hlutir sem tilheyra mönnunum sem saknað er hafa fundist: Heilsufarsskírteini, svartar buxur, svartur sandali og stígvél í eigu Brunos Pereira, og stígvél og bakpoki í eigu Dom Phillips, sem innihélt föt af honum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar í Amasónríki.

Áður hafði talsmaður slökkviliðs í ríkinu greint frá því að persónulegir munir sem mögulega tilheyrðu hinum horfnu mönnum hefðu fundist „nærri húsi“ Amarildos Costa de Oliveira; eina manninum sem hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins, þar sem vitni báru að hann hefði sést sigla upp Amasonfljótið í kjölfar tvímenninganna.

Höfðu fengið hótanir

Áhyggjur af örlögum þeirra Phillips og Perreira, sem unnu saman að bók um umhverfisvernd og þær ógnir sem að Amasónskóginum steðja, hafa farið vaxandi með hverjum deginum. Tengdamóðir Phillips sagði fréttamönnum sem fylgdust með bænastund aðstandenda tvímenninganna að hún teldi allar líkur á að þeir væru látnir.   

Ekkert hefur sést til tvímenninganna síðan þeir lögðu upp í bátsferð sunnudaginn 5. júní. Blóðslettur fundust á bátnum sem þeir voru í og hefur eigandi hans, fyrrnefndur de Oliveira, verið handtekinn. Báðum hafði þeim borist hótanir vegna umfjöllunar þeirra um ólöglegan námugröft og fíkniefnaviðskipti á svæðinu. 

Þaulreyndur blaðamaður og sérfræðingur í málefnum frumbyggja Amason

Blaðamaðurinn, Dom Phillips, hefur áratuga reynslu í fréttamennsku og hefur meðal annars skrifað fyrir The Guardian og The Washington Post. Hann hefur sérhæft sig í málefnum um Suður-Ameríku síðustu fimmtán árin og er búsettur í Brasilíu. Með honum var frumbyggjasérfræðingurinn Bruno Pereira, en þeir voru á ferð um afskekkt svæði Anasonfrumskógarins við undirbúning bókar um verndun regnskóga.