Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Líkamsleifar blaðamannsins hugsanlega fundnar

11.06.2022 - 09:14
Mynd með færslu
 Mynd: Telemetro
Brasilíska lögreglan telur sig hafa fundið líkamsleifar í leit hennar að breska blaðamanninum Dom Phillip og frumbyggjasérfræðingnum Bruno Pereira í Amazon regnskóginum í Brasilíu. Ekkert hefur spurst til þeirra í tæpa viku.

Leifarnar sem lögregla fann nálægt bænum Atalaia do Norte í Amazon verða nú rannsakaðar af sérfræðingum til að skera úr um hvort um líkamsleifar sé að ræða og hvort þær eru af mönnunum tveimur. 

Höfðu borist hótanir

Phillips og Pereira hurfu þegar þeir voru í bátsferð á sunnudag. Blóðslettur fundust á bátnum sem þeir voru um borð í og hefur eigandi hans verið handtekinn í tengslum við málið. Báðum mönnunum  höfðu borist hótanir vegna umfjöllunar þeirra um ólöglegan námugröft og fíkniefnaviðskipti á svæðinu. 

Þaulreyndur blaðamaður

Blaðamaðurinn, Dom Phillips, hefur áratuga reynslu í fréttamennsku og hefur meðal annars skrifað fyrir The Guardian og The Washington Post. Hann hefur sérhæft sig í málefnum um Suður-Ameríku síðustu fimmtán árin og er búsettur í Brasilíu. Með honum var frumbyggjasérfræðingurinn Bruno Pereira, en þeir voru á leið um afskekkt svæði skógarins í undirbúningi fyrir bók sem Phillips er að skrifa um verndun regnskóga. 

FILE - Krimej Indigenous Chief Kadjyre Kayapo looks out at a path created by loggers on the border between the Biological Reserve Serra do Cachimbo, front, and Menkragnotire indigenous lands, in Altamira, Para state, Brazil, Aug. 31, 2019.  Deforestation detected in the Brazilian Amazon broke all records for the month of April 2022, and that followed similar new records set in January and February, reflecting a worrisome uptick in destruction in a state deep within the rainforest. (AP Photo/Leo Correa, File)
 Mynd: AP - RÚV

Amazon-regnskógurinn í Brasilíu er illræmdur vegna ýmissar ólöglegrar starfsemi sem þar þrífst og hafa glæpagengi sterk ítök þar sem og annars staðar í landinu.

Að sögn AFP fréttastofunnar segjast brasilísk yfirvöld vongóð um að finna mennina tvo á lífi en hafa ekki útilokað neitt. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu hratt við í leitinni að mönnunum.