Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Lést eftir slys í Reynisfjöru

11.06.2022 - 09:58
Mynd með færslu
 Mynd: - - Pexels
Ferðamaðurinn sem lenti í sjónum við Reynisfjöru síðdegis í gær, eftir að alda hreif hann með sér, er látinn. Hann var erlendur ferðamaður á áttræðisaldri og var á svæðinu í skipulagðri ferð með stærri hóp.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi.

Maðurinn var hér á landi ásamt eiginkonu sinni en hún lenti í sömu öldu. Með aðstoð nærstaddra tókst að bjarga henni áður en hún sogaðist út í brimið. 

Björgunarsveitir af Suðurlandi og úr Vestmannaeyjum voru kallaðar út þegar slysið varð ásamt þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Aðstæður til aðgerða úr landi voru erfiðar og hættulegar viðbragðsaðilum vegna mikils brims. Maðurinn var um klukkustund í sjónum en var látinn þegar þyrlan Landhelgishæslunnar náði honum upp úr. Lögreglan vinnur að rannsókn slyssins.

Hjónin voru í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofu ásamt stærri hóp. Áfallateymi Rauða krossins var kallað til til að hlúa að fólki úr hópnum.