
Albertína F. Elíasdóttir nýr framkvæmdastjóri SSNE
Albertína er með BA próf í félagsfræði og MSc próf í landafræði frá Háskóla Íslands. Hún var m.a. þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi 2017-2021, framkvæmdastjóri Eims, nýsköpunar og þróunarfyrirtækis í orkumálum á Norðurlandi, og verkefnastjóri atvinnumála hjá Akureyrarbæ.
„Ég tek við þessu starfi af auðmýkt og er þakklát því trausti sem mér hefur verið sýnt. Ég hlakka til að leiða áfram það mikilvæga og metnaðarfulla starf sem fram fer á vettvangi SSNE í samstarfi við stjórn félagsins og virkilega flottan starfsmannahóp. Ég hef mikla trú á framtíð landshlutans og er spennt að fá tækifæri til að starfa að uppbyggingu hans alls,“ skrifar Albertína á Facebooksíðu sína.
Starf framkvæmdastjóra SSNE var auglýst í apríl og bárust 24 umsóknir um starfið.