Er Rafa Nadal kóngurinn í tennisheimi karla

epa09998728 Rafael Nadal of Spain poses with his trophy by the Eiffel Tower after winning the Men's final match at the Roalnd Garros French Open tennis tournament in Paris, France, 06 June 2022. Nadal won his fourteenth Roland Garros tournament on 05 June 2022.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Er Rafa Nadal kóngurinn í tennisheimi karla

07.06.2022 - 16:51
Rafael Nadal náði stórkostlegum árangri með sigri sínum á opna franska meistaramótinu á sunnudaginn. Nadal var ekki bara að vinna þetta mót í fjórtánda sinn heldur var hann að ná að sigra sitt 22 stórmót, hefur sigrað tvö fyrstu stórmótin á tímabilinu og er sá elsti sem hefur sigrað opna franska frá upphafi.

 

Nú eru íþróttaáhugamenn um heim allan að leita að lýsingarorði til að ná yfir þann árangur sem einn einstaklingur hefur náð í tennis á sínum ferli.  Er Rafa Nadal ekki lengur “kóngurinn á leirnum” heldur orðinn “kóngurinn”? 

Nadal hefur, með sigri sínum í ár á opna franska, sigrað þetta mót fjórtán sinnum.  Hann hefur einnig unnið 22 stórmót (Grand Slam) á sínum ferli en þeir Roger Federer og Novak Djokovic hafa unnið 20 sigra á stórmótum á sínum ferli. 

Nadal var nú ekki mikið að gera úr þessum árangri sínum eftir sigurinn á sunnudaginn i viðtali við CNN,  “Ég hef alltaf álitið mig bara ósköp venjulegan einstakling, ef ég get gert þetta, þá getur einhver annar gert þetta líka”.  “Það er augljóst að hafa sigrað 22 stórmót er eitthvað sem er vel mögulegt að einhver annar geti bætt um betur; en að hafa unnið 14 sigra á opna Franska er ….. mjög erfitt” sagði Nadal.   

Á þeim sautján árum sem hafa liðið síðan Nadal vann sinn fyrsta sigur á opna franska þá hefur hann tapað þremur leikjum á leirnum.  Tveir ósigrar hafa komið á móti Novak Djokovic, meðal annars undanúrslitunum í fyrra, og einu sinni fyrir Robin Soderling. 

Nadal, sem varð 36 ára síðastliðinn föstudag, er einnig sá elsti sem hefur unnið opna franska og það var einnig í fyrsta sinn sem hann vinnur opna ástralska og opna franska á sama tímabilinu. Með þessum tveimur sigrum á þessum stórmótum verður að segja að hann sé mjög líklegur til árangurs á Wimbledon og opna bandaríska.

Ef sigur kemur á þessum mótum verður það í fyrsta sinn sem Nadal tekst það og ekki bara það heldur í raun annað sinn í sögunni sem það tækist en slíkt hefur ekki verið leikið eftir síðan 1969 er Rod Laver gerði slíkt.   

Nadal hefur ekki unnið Wimbledon síðan 2010 og því eru margir á því að ástand hans í ár geri það að verkum að hann nái ekki sigri þar. Nadal þurfti að hætta þátttöku á opna ítalska meistaramótinu í síðasta mánuði vegna meiðsla í fæti en þau meiðsli eru að hrjá hann enn. Á opna franska þurfti hann daglegar sprautur til að æfa og spila en það í raun merkir að hann hafi spilað úrslitaleikinn án þess að hafa tilfinningu í fætinum. 

Þessi árangur Rafael Nadal er stórmerkilegur og setur hann sitt mark á sögu tennisíþróttarinnar væntanlega næstu árhundruðin hið minnsta.