Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík

Mynd: Anna Lilja Þórisdóttir / RÚV
Nýr meirihluti Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík verður kynntur klukkan 15. Viðræður hafa staðið undanfarnar tvær vikur. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að ofan. 

Á fundinum verður kynntur málefnasamningur og hver hlýtur helstu embætti borgarinnar.  

Í kvöld verður málefnasamningurinn kynntur innan flokkanna. Framsókn er með fund innan borgarmálaráðs flokksins, þá hittast Reykjavíkurfélög Samfylkingarinnar og Reykjavíkurráð Viðreisnar á sitthvorum fundinum.  Og stjórn Pírata í Reykjavík er einnig með kynningarfund með sinni grasrót í kvöld.

Flokkarnir eru saman með þrettán borgarfulltrúa af 23 í borgarstjórn, Samfylking er með fimm, Framsókn með fjóra, Píratar eru með þrjá og Viðreisn einn. Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður klukkan tvö á morgun. 

 

 

 
Frettir's picture
Fréttastofa RÚV