Byrjaði ungur að safna
Það kennir ýmissa grasa hjá stórsafnaranum Gísla Geir Harðarsyni sem hefur safnað gömlum munum alla sína tíð. Nú hefur hann snúið sér alfarið að þessu áhugamáli sínu og býður munina upp á netinu nokkrum sinnum í mánuði. Hann segist ekki vita hvar áhuginn kviknaði.
„En afi minn í móðurætt var af þeirri kynslóð, hann skilgreindi sig ekki með safnara, en hann hélt ýmsu til haga og í skrifborðsskúfufnni hans voru frímerki og gamlir peningar sem vöktu áhuga minn þegar ég var lítill og þetta heltók mig.“
- Eru safnarar ekkert að deyja út, hvernig er það?
„Síðustu ár hefur línan svo sem verið niður á við en síðan að covid kom höfum við fengið svokallað covid-búst þannig að söfnurum hefur fjölgað mikið og áhuginn hefur margfaldast á söfnurum og söfnunarmunum.“