Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

UEFA biðst afsökunar: „Þetta má aldrei gerast aftur.”

Liverpool fans show tickets and wait in front of the Stade de France prior the Champions League final soccer match between Liverpool and Real Madrid, in Saint Denis near Paris, Saturday, May 28, 2022. Police have deployed tear gas on supporters waiting in long lines to get into the Stade de France for the Champions League final between Liverpool and Real Madrid that was delayed by 37 minutes while security struggled to cope with the vast crowd and fans climbing over fences. (AP Photo/Christophe Ena)
 Mynd: AP

UEFA biðst afsökunar: „Þetta má aldrei gerast aftur.”

03.06.2022 - 17:48
Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur beðist afsökunar á þeim hættulegu aðstæðum sem sköpuðust fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Leikurinn fór fram í París á laugardag og lauk með sigri Real Madrid.

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur beðist afsökunar á þeim hættulegu aðstæðum og ringulreið sem skapaðist fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 

Ekki tókst að hefja leikinn á tilsettum tíma, þar sem flöskuháls myndaðist fyrir utan þjóðarleikvanginn Stade de France og þúsundir áhorfenda komust ekki inn á völlinn. 

Sjá einnig: Hættulegar aðstæður fyrir utan Stade de France

Í afsökunarbeiðni til áhangenda Liverpool og Real Madrid segir að áhugafólk um fótbolta ætti ekki að þurfa að upplifa slíka atburði.

„UEFA biður alla áhorfendur innilega afsökunar sem urðu fyrir þeirri lífreynslu að upplifa hörmulegar aðstæður í aðdraganda úrslitaleiks Meistardeildar Evrópu á Stade de France í Paris.“

Þetta má aldrei gerast aftur, segir í tilkynningu frá UEFA sem birt er á vef Guardian.

 

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Kenna hvorir öðrum um ringulreiðina

Erlent

Benda hvert á annað vegna glundroðans

Fótbolti

Real Madrid er Evrópumeistari eftir sigur á Liverpool

Fótbolti

Hættulegar aðstæður fyrir utan Stade de France