Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Gripum með ARR-riðuvarnargen snarfjölgar á Þernunesi

01.06.2022 - 10:58
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - Gimsteinn frá Þernunesi
Sauðburður gengur vel á bænum Þernunesi við Reyðarfjörð þar sem svokallað ARR-gen fannst í vetur. Genið veitir vörn gegn riðu og er viðurkennt sem slíkt af Evrópusambandinu. Hrúturinn Gimsteinn er eini hrútur landsins sem ber genið svo vitað sé og hann leikur stórt hlutverk í að fjölga kindum sem bera þennan eftirsótta eiginleika. Talsverður fjöldi af lömdum er kominn í heiminn undan Gimsteini og segir Steinn Björnsson, bóndi á Þernunesi, að nú þegar hafi 27 lömb á bænum verið greind með genið.

Gimsteinn er með arfgerðina á öðrum litningi og því eru helmingslíkur á því að lömb undan honum erfi vörnina gegn riðu. Björn býst við því að þegar sauðburður verður af staðinn verði um 40 lömb með genið á bænum. Þeim verður öllum sleppt á fjall með mæðrum sínum en Gimsteinn verður hafður í hólfi. 

 

runarsr's picture
Rúnar Snær Reynisson
Fréttastofa RÚV