Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hættulegar aðstæður fyrir utan Stade de France

epa09982758 A message informing the spectators that the start of the match is being delayed is seen on the big screen before the UEFA Champions League final between Liverpool FC and Real Madrid at Stade de France in Saint-Denis, near Paris, France, 28 May 2022.  EPA-EFE/MOHAMMED BADRA
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Hættulegar aðstæður fyrir utan Stade de France

28.05.2022 - 19:28
Ekki hefur verið hægt að flauta úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á í París vegna hættulegra aðstæðna fyrir utan Stade de France. Liverpool og Real Madrid munu eigast við í úrslitum.

Uppfært kl. 19:36: Leikurinn er að hefjast í París.

Leikurinn átti að hefjast klukkan 19:00 en var fyrst frestað um korter. Var það vegna þess hve illa gekk að koma stuðningsmönnum inn á leikvanginn. Hafa skipuleggjendur verið sakaðir um algjört skipulagsleysi en fyrir utan völlinn hefur myndast algjör flöskuháls og þúsundir stuðningsmanna enn fyrir utan leikvanginn. 

Því greip UEFA til þess ráðs að fresta leiknum enn frekar og hefur hann því enn ekki verið flautaður á. Hafa margir bent á að aðstæður séu beinlínis hættulegar fyrir utan leikvanginn. Margir hafa gripið til þess ráðs að klifra yfir grindverk til að komast inn á völlinn.