
Fjórföld eftirspurn í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kviku banka, sem sá um hlutafjárútboðið fyrir hönd Ölgerðarinnar. Í útboðinu voru boðnir 827,3 milljónir af áður útgefnum hlutum. Í tilboðsbók A var meira en þreföld eftirspurn og um fimmföld í tilboðsbók B. Samþykktar voru áskriftir fyrir 827,3 milljónir hluta, eða 29,5 prósent af hlutafé félagsins.
Alls bárust um það bil 6.600 áskriftir fyrir, eins og fyrr segir, rúmlega 32 milljarða króna.
Í tilboðsbók A var endanlegt útboðsgengi 8,9 krónur, enda var ákveðið fyrirfram að gengið væri fast í þeirri upphæð. Í tilboðsbók B var endanlegt útboðsgengi 10,03 krónur á hlut, en miðað var við 8,9 krónur á hlut sem lágmarksverð.
Tilboðsbók A var sniðin að almennum fjárfestum. Lægst var hægt að bjóða 100 þúsund krónur og hæst 20 milljónir króna í tilboðsbók A. Tilboðsbók B var svo ætluð fagfjárfestum og var lágmarkstilbið yfir 20 milljónir króna.
Söluandvirði samþykktra áskrifta nam samtals 7,9 milljörðum króna.