Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

„Mistök að ráðast ekki inn strax í stað þess að bíða"

epa09980654 Texas Department of Public Safety Colonel Steven C. McCraw provides an update into the investigation of the a mass shooting at the Robb Elementary School in Uvalde, Texas, USA, 27 May 2022. According to Texas officials, at least 19 children and two adults were killed in the shooting on 24 May. The eighteen-year-old gunman was killed by responding officers.  EPA-EFE/TANNEN MAURY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Á blaðamannafundi síðdegis viðurkenndi Steven McCraw, yfirmaður almannavarna í Texas að það hafi verið röng ákvörðun að ráðast ekki strax til inngöngu í gunnskólann í Uvalde. 40 mínútur liðu frá því að lögreglan kom á staðinn og þar til byssumaðurinn var skotinn.

Salvador Ramos myrti 19 nemendur og tvo kennara í Robb grunnskólanum í Uvalde.  Á sama tíma og sorg og reiði ríkir í Uvalde hófst þriggja daga ársfundur NRA byssueigenda í Houston í Texas, rúmum 400 kílómetrum frá bænum þar sem voðaverkin voru framin.  Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er á meðal ræðumanna á fundi NRA, samtaka byssueigenda. Greg Abbott ríkisstjóri Texas var einnig á mælendaskránni en ákvað að hætta við vegna harmleiksins í Uvalde.

Demókratar vilja breytingar á byssu-löggjöfinni en Repúplikanar eru því andvígir.  Í þeim hópi er Ted Cruz öldungadeildarþingmaður í Texas sem var hundeltur af blaða- og fréttamönnum þegar hann var viðstaddur bænastund í Uvalde í gærkvöldi. "Af hverju kemur fólk hvaðan af úr heiminum til Bandaríkjanna? Það er vegna þess að þar er mesta frelsið, mesta velmegunin og þetta er öruggasta land í heimi", sagði Cruz.

Fulltrúar fyrirtækisins sem framleiðir riffilinn sem Salvador Ramos notaði til að drepa skólabörnin ætla ekki að mæta á fund byssueigenda. Talsmaður þess sagði ekki við hæfi í ljósi aðstæðna að kynna vörur fyrirtækisins á ráðstefnunni. Fyrirtækið heitir Daniel Defence og kjörorð þess eru; frelsi, ástríða og nákvæmni.   

Arnar Björnsson