Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

„Búnar að prófa á tónleikum og fólk er að missa sig“

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - Youtube

„Búnar að prófa á tónleikum og fólk er að missa sig“

27.05.2022 - 12:54

Höfundar

Rappsveitin Reykjavíkurdætur lenti í öðru sæti Söngvakeppninnar með lagið Tökum af stað, sem á ensku nefnist Turn this around og hefur vakið mikla lukku. Nú hafa þær haldið nokkra tónleika og sent frá sér nýja útgáfu af bæði laginu og tónlistarmyndbandinu þar sem þær hafa bætt við erindum og allar fá að skína.

Þuríður Blær Jóhannsdóttir rappari og Reykjavíkurdóttir segir að það hafi alltaf staðið til að gefa út lengri útgáfu og hún er sjálf stolt af laginu en enn hrifnari af þeirri nýju. „Lagið andar betur,“ segir hún. „Auka erindin gera það að verkum að það er lengra í brúnna og þá verður droppið yfir í viðlagið betra. Við erum búnar að prófa þessa útgáfu nokkrum sinnum á tónleikum og fólk er að missa sig!“

Hér má sjá afraksturinn, myndbandið og nýju útgáfuna.