Þuríður Blær Jóhannsdóttir rappari og Reykjavíkurdóttir segir að það hafi alltaf staðið til að gefa út lengri útgáfu og hún er sjálf stolt af laginu en enn hrifnari af þeirri nýju. „Lagið andar betur,“ segir hún. „Auka erindin gera það að verkum að það er lengra í brúnna og þá verður droppið yfir í viðlagið betra. Við erum búnar að prófa þessa útgáfu nokkrum sinnum á tónleikum og fólk er að missa sig!“
Hér má sjá afraksturinn, myndbandið og nýju útgáfuna.