Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Zelensky sakar Rússa um þjóðarmorð í Donbas

epa09977212 A handout photo made available by the Ukrainian Presidential Press Service shows Ukrainian President Volodymyr Zelensky (C) during a meeting with Finnish Prime Minister Marin (not pictured) in Kyiv, Ukraine, 26 May 2022. Marin visits Ukraine for the first time amid the Russian invasion. Finland's Parliament on 17 May approved the country's application for NATO membership as a result of Russia's invasion of Ukraine. On 24 February, Russian troops invaded Ukrainian territory starting a conflict that has provoked destruction and a humanitarian crisis.  EPA-EFE/UKRAINE PRESIDENTIAL PRESS SERVICE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - PRESIDENTIAL PRESS SERVICE
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sakar Rússa að fyrirhuga skipulagt þjóðarmorð í Donbas-héraði austanvert í Úkraínu. Hann sagði atlögum rússneskra hersveita geta lyktað með því að enginn verði þar eftir á lífi.

Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi Zelenskys í kvöld þar sem hann sagði takmark Rússa vera að leggja borgirnar á svæðinu í rúst. Forsetinn sagði brottflutning fólk og fjöldamorð á almennum borgurum augljóst merki um þjóðarmorð. 

Zelensky spurði einnig, þungur í bragði, hve lengi þyrfti að bíða sjötta þvingunarpakka Evrópusambandsins. Hann sagði Rússa fá 27 milljarða evra dag hvern fyrir orkusölu til ríkja sambandsins.

Ekki er búist við að frekari þvinganir verði til umræðu leiðtogafundi þess í næstu viku en vonir standa til að af því verði fljótlega.

Zelensky sagði að aukinn þrýstingur á Rússa bjargaði lífum Úkraínumanna en hver dagur sem liði, við tafir, karp og vangaveltur um hvernig róa mætti Rússa kostaði fjölda mannslífa.

Zelensky sagði jafnframt ríkjum heims hefði ekki tekist að einangra bankakerfi Rússlands auk þess sem of hægt gengi að fá þungvopn send til Úkraínu. Embættismenn í Úkraínu viðurkenna að Rússar hafi yfirhöndina í austurhéruðum landsins.

Serhiy Haidai, héraðsstjóri í Luhansk, segir að fimm prósent svæðisins væri í höndum Úkraínumanna. Fyrir um viku var það hlutfall tíu prósent og Haidai segir einnig að úkraínskar hersveitir séu víða á undanhaldi.