Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Meirihlutasamstarf kynnt í Kópavogi í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Samsett - RÚV
Málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi verður kynntur síðdegis í dag, en oddvitarnir Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson sendu út tilkynningu þess efnis í gærkvöld.

Flokkarnir hafa rætt saman síðustu daga um áframhaldandi meirihlutasamstarf. Ásdís sagði á dögunum að Sjálfstæðisflokkurinn gerði tilkall til bæjarstjórastólsins.

„Við lítum svo á að við erum langstærsti flokkurinn í Kópavogi og við munum þess vegna gera tilkall til þess að halda bæjarstjórastólnum.“

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra bæjarfulltrúa, tapaði einum, en Framsókn fékk tvo og bætti við sig manni. Saman mynda flokkarnir því sex manna meirihluta í ellefu manna bæjastjórn í Kópavogi.